Heilsa
Heilsa og vellíðan eru forsenda þess að við getum notið okkar til fulls og tekið virkan þátt í að byggja upp samfélagið.
Veldu þau málefni sem þú telur mikilvægust fyrir sjálfbæra þróun og nýttu rödd þína til að koma þeim á framfæri. Niðurstöður kosningarinnar verða afhentar leiðandi fulltrúum á Íslandi og hjá Sameinuðu þjóðunum.
Þín atkvæði
00
Heilsa og vellíðan eru forsenda þess að við getum notið okkar til fulls og tekið virkan þátt í að byggja upp samfélagið.
Friðsæl samfélög og frelsi frá ofbeldi eru mikilvægur þáttur í sjálfbærri þróun og eitthvað sem við ættum að einbeita okkur að.
Réttlát dreifing auðlinda og efnahagslegra, félagslegra og pólitískra áhrifa í samfélaginu þarf að vera í forgangi til að ná sjálfbærri þróun
Við verðum að forgangsraða loftslagsmálum til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Til að snúa þróuninni við, þurfum við að bregðast við strax og vinna saman, bæði hér heima og á heimsvísu.
Sjálfbær þróun er ómöguleg ef við eyðileggjum vistkerfi jarðar – bæði á landi og í höfunum. Þróun í sátt við náttúruna og dýralífið verður að vera í forgangi!
Við verðum að forgangsraða jöfnu aðgengi að réttlæti og tækifærum til að hafa áhrif á ákvarðanir. Við eigum öll að standa jöfn frammi fyrir lögunum!
Við verðum að forgangsraða nýsköpun og tækniframförum til að finna sjálfbærar lausnir á bæði efnahags- og umhverfislegum áskorunum.
Menntun opnar dyr að nýjum tækifærum og gerir okkur kleift að leggja okkar af mörkum til sjálfbærs samfélags. Við þurfum að veita fleirum aðgengi að vandaðri menntun.
Að útrýma fátækt í allri sinni mynd og tryggja öllum tækifæri til mannsæmandi og öruggs lífs þarf að vera forgangi.
Við verðum að forgangsraða jafnrétti milli kynjanna sem skilyrði fyrir sjálfbæra og friðsæla þróun. Við þurfum að deila völdum, áhrifum og auðlindum á réttlátan hátt!