Persónuverndarstefna

Við fylgjum gildandi lögum við meðferð persónuupplýsinga þinna. Hér geturðu lesið um hvernig við vinnum með og geymum persónuupplýsingarnar þínar.

Persónuverndarstefna Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er þjónustu- og þekkingarstofnun sem starfar í þágu barna og ungmenna á sviði fræðslu- og menntamála um land allt í samræmi við lög, stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu leggur áherslu á að tryggja að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Markmið persónuverndarstefnunnar er að auðvelda einstaklingum að átta sig á hvaða upplýsingum stofnunin safnar, hvers vegna og hvað er gert við þær. Þá hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sett sér sérstaka upplýsingaöryggisstefnu sem tekur til allrar starfsemi stofnunarinnar og m.a. skráningu, vinnslu, samskipta, dreifingar, geymslu og eyðingu upplýsinga hjá stofnuninni.

Verkefni Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu eru m.a. að:

styðja, efla og samhæfa menntun, skólaþjónustu og annað skólastarf um land allt, m.a. með almennri og sérhæfðri fræðslu,

sjá nemendum í skyldunámi fyrir vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum og öðrum nemendum eftir því sem stofnuninni kann að vera falið,

byggja upp og halda utan um aðferðir og úrræði fyrir skóla sem styðja við skólastarf og skólaþjónustu, þar á meðal gæðaviðmið, verkferla, verkfæri, matstæki og önnur tæki til skimana og athugana á einstaklingum eða hópum,

styðja við innleiðingu stefnumótunar stjórnvalda á sviði menntunar og farsældar barna og ungmenna, þ.m.t. menntastefnu og aðalnámskráa.

Þá starfræktir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stuðnings- og ráðgjafarteymi sem hefur það hlutverk að styðja við börn, foreldra og starfsfólk á öllum skólastigum sem hafa mikla þörf fyrir stuðning innan skóla, m.a. vegna alvarlegra atvika sem átt hafa sér stað eða eiga sér stað innan skóla. Teymið hefur sömu heimildir til vinnslu mála og fagráð eineltismála samkvæmt lögum um grunnskóla. 

Hér er hægt að lesa alla persónuverndarstefnuna.

Hafðu samband

Ef einhver vandamál koma upp varðandi efnið á vefnum er þér velkomið að hafa samband við Sigrúnu Sóley Jökulsdóttir ritstjóra hjá Miðstöð menngunar og skólaþjónustu sigrunsoley@midstodmenntunar.is