Við þessari spurningu eru margvísleg svör. Mörg okkar lifa lengra, heilbrigðara og innihaldsríkara lífi. En lifnaðarhættir okkar setja mikið álag á jörðina, auk þess sem stríð, átök og faraldrar geysa víða um heim. Með sjónrænni framsetningu staðreynda og tölfræði verður auðveldara að skilja heiminn sem við búum í – og jafnvel komast örlítið nær svarinu við spurningunni: Verður heimurinn betri?
Skoðaðu myllumerki, fræðstu með staðreyndaspjöldum og myndböndum um þróun mála í heiminum.
Þekking er máttur. Fyrir hvert staðreyndaspjald og myndband sem þú skoðar færðu +1 atkvæði.
Notaðu atkvæðin sem þú safnar til að hafa áhrif á hvaða málefni verða sett í forgang í framtíðinni.
Verður heimurinn betri? er kennsluverkfæri sem hjálpar ungu fólki að skilja heiminn sem við búum í. Með því að hvetja til ígrundunar um ástandið í heiminum styður verkefnið við fjölbreytta og gagnrýna hugsun – færni sem nýtist í öllum námsgreinum.
Framvinda hvers nemanda er sýnileg á vefnum, sem er sérstaklega hannaður til að nýtast sem kennsluefni í einstaklingsmiðaðri vinnu innan skóla.
UNDP, Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna, leiðir starf Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn óréttlæti sem stafar af fátækt, ójöfnuði og loftslagsbreytingum. Með öflugu neti sérfræðinga og samstarfsaðila í yfir 170 löndum styður UNDP við þróun sjálfbærra lausna sem gagnast bæði fólki og jörðinni.
